Top coat
Top Coat er VOC frítt yfirborðsefni sem hægt er að nota á kalkmálaða fleti. Top coat er einstök vara og er glært, matt efni, þróað af Kalklitum. Top Coat er notað til að verja veggi gegn blettum, osfrv. Því fleiri lög sem eru sett á, því betri vörn næst.
Top Coat er borið á með pensli á sama hátt og kalkmálning. Top Coat þarf að nota við stofuhita (í kringum 15-25°C). Innihald pokans er blandað saman við 900ml af vatni. Blanda skal vörunni sama dag og hún er notuð og má aðeins geyma hana í loftþéttum umbúðum. Í fljótandi formi geymist varan í 14 daga. Í duftformi má geyma vöruna í allt að 1 ár.
Top Coat er mjólkurhvítt á litinn þegar vatninu hefur verið blandað við en þornar glært á veggnum. Top coat getur breytt lit kalkmálningarinnar smávægilega eða gert litinn örlítið hlýrri.
Fyrstu umferð af Top Coat má bera á 72 klukkustundum eftir að kalkmálning hefur verið máluð á vegginn. (*Mikilvægt: fjarlægið málningarlímband af veggnum áður en Top Coat er sett á. Ef límbandið er skilið eftir getur Top Coat varan flagnað af þegar límbandið er fjarlægt.)
Önnur umferð af Top Coat má bera á u.þ.b. 6-8 klukkustundum seinna.
Þriðju umferð eða fleiri; vinsamlegast látið 24 klukkustundum líða á milli umferða.
Hér að neðan má sjá vatnspróf framkvæmt á mismunandi umferðum af Top Coat.
Á fyrstu myndinni til vinstri hefur vatni verið sprautað á kalkmálaðan vegg sem er ekki með Top Coat.. Eftir því sem fleiri lög af Top Coat eru sett á, því betri vörn veitir varan. 
Ein umferð: Vatn getur síast í gegn en hægt er að þrífa vegginn með þurrum eða örlítið rökum klút til að þurrka ryk af.
Ein umferð er hentugt fyrir veggi sem krefjast lítillar verndar.
Tvær umferðir: Tvær umferðir gerir vegginn vatns-fráhrindandi og vatn fer ekki eins auðveldlega í gegn. Eftir að hafa borið tvær umferðir af Top Coat á vegginn er hægt að þrífa vegginn með þurrum, rökum eða örlítið blautum klút til að þurrka af ryk, bletti osfrv.
Tvær umferðir eru hentugar fyrir veggi sem krefjast miðlungs verndar.
Þrjár umferðir eða fleiri: Til þess að fá vatnsheldan flöt þar sem vatn kemst ekki lengur inn þarf að lágmarki þrjú lög þar sem veggurinn þarf að vera alveg þakinn með Top Coat vörunni. Eftir að hafa sett þrjár umferðir eða fleiri er í lagi að nota blautan og hreinan klút með mildum hreinsiefnum til að þrífa vegginn. Þrjár umferðir af Top Coat er hentugar á veggi sem krefjast mikillar verndar (eins og í eldhúsum eða við vaska).
Top Coat er eingöngu fyrir notkun innanhúss. Top coat þolir ekki frost eða mikinn hita og hentar ekki þar sem þú ert með varanlega raka eins og inni í sturtum.
Size guide
Top coat