Algengar spurningar
Kalkmálning er málning sem unnin er úr kalkstein og náttúrulegum litarefnum. Okkar kalkmálning er nútíma útgáfa af hinni hefðbundnu kalkmálningu sem notuð hefur í aldarraðir, sérstaklega í Evrópskum arkitektúr.
Kalkmálning er náttúruleg og umhverfisvæn málning. Hún er VOC frí, en VOC eru skaðleg lífræn efnasambönd sem algengt er að finna í málningarvörum, hreinsivörum o.fl. Kalkmálning hefur hátt PH stig og getur komið í veg fyrir að mygla myndist. Kalkmálning hleypir bæði lofti og raka í gegn og hefur jákvæð áhrif á loftgæði inn á heimilinu.
Þæginlegast er að mæla fermetrana (hæð x lengd) á veggnum sem þú ætlar að mála. 1kg af kalkmálningu dugar á um það bil 16 fermetra svæði í einni umferð. Við mælum með tveimur umferðum fyrir bestu útkomuna og þekjuna.
Okkar kalkmálning er máluð á veggi innandyra með sérstökum kalkpensli. Hægt er að gera X-aðferð með penslinum eða upp og niður aðferð. Við mælum með því að horfa á þetta kennslumyndband How to paint
Til þess að blanda 1kg af kalkmálningu er 1.7 lítra af volgu vatni hellt ofan í fötu. Næst bætiru við 1kg af kalkduftinu ofaní fötuna og hrærir saman í 10 mínútur. Þú getur núna notað málninguna á vegginn þinn.
- Gakktu í skugga um að veggurinn sé hreinn með því að þrífa bletti og ryk af með rakri tusku.
- Mála skal vegginn í einu lagi. Ekki bletta í með málningunni þegar málningin byrjar að þorna. Sé það gert, verður áferðin flekkótt/ mislit.
- Ef þú sérð lítil korn í málningunni þá geta það verið óuppleyst litarefni. Við mælum með að bursta fram og tilbaka með pensilnum til þess að ''mylja'' litarefnin.
Eftir að fyrsta umferð hefur verið máluð á vegginn er gott að leyfa málningunni að þorna í 2-5 klukkustundir áður en umferð tvö er máluð á vegginn. Seinni umferðin er stundum aðeins lengur að þorna en málningin lýsist þegar hún þornar.
Vinsamlegast hafið í huga að kalkmálning getur tekið 5-10 daga að harna. Mikilvægt er að forðast snertingu við vatn, húsgögn o.s.frv. fyrstu tvær vikurnar.
Kalkmálning er nánast lyktarlaus og engin skaðleg efni gufa upp í málningaferlinu.
Þú getur málað á vegginn þinn ef hann er nú þegar málaður með akrýlmálningu með mattri áferð eða litlum gljáa. Veggurinn þarf að vera hreinn, án olíubletta/fitu/ryks. Þú getur einnig málað beint á steyptan vegg eða gipsaðan vegg, svo lengi sem veggurinn er úr einu og sama yfirborðsefninu.
Kalkmálningin okkar hentar ekki á svæði þar sem er varanlegur raki (stöðugt vatn) eins og inn í sturtum.
Ef kalkmálning er notuð í kringum vaska eða í eldhúsi þá mælum við með að nota Top Coat til að vernda kalkmálaða vegginn.
Kalkmálningin okkar er með hátt PH stig og inniheldur því náttúrulega vörn gegn myglu, þess vegna getur það haft jákvæð áhrif að nota kalkmálningu á viðeigandi baðherbergisveggi.
Í flestum tilfellum þarf ekki að grunna veggi fyrir kalkmálningu. Ef um er að ræða veggi með olíumálningu eða miklum gljáa, þá er gott að grunna með akrýlgrunn fyrst. Við mælum einnig með akrýlgrunn ef þú hefur gert viðgerðir á veggnum með spartli. Þetta er til að tryggja að það verði ekki litamisbrigði í kalkmálningunni.
Ef þú hefur gert viðgerðir á veggnum þínum með spartli, þá mælum við með því að nota akrýlgrunn á vegginn fyrst áður en þú málar með kalkmálningu. Þetta er til að tryggja að kalkmálningin verði ekki flekkjótt. Mikilvægt er að kalkmálning sé máluð á vegg með einu og sama efninu.
Við mælum með að eiga eftirfarandi hluti áður en þú málar með kalkmálningu:
- Tóma málningarfötu með loki
- Písk til að hræra í málningunni
- Kalkpensil
- Hlífðargleraugu og hanska til að vernda augu og húð
- Mælieiningu fyrir vatn
Kalkmálning er mött málning og inniheldur engin plastefni og getur því verið viðkvæmari fyrir blettum. Hægt er að bera Top Coat yfir vegginn til þess að mynda yfirborð sem hægt er að þvo með rökum klút. Svo er einfalt að mála nýja, ferska umferð af kalkmálningu á nokkurra ára fresti ef það sér á veggnum.