Um Kalkliti

Kalklitir er íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem var fyrst stofnað á Akureyri árið 2008. Framkvæmdastjóri og stofnandi Kalklita er Auður Skúladóttir, en fyrirtækið byggir á menntun og hæfileikum hennar. Í dag eru höfuðstöðvar Kalklita í Belgíu og starfar öll fjölskyldan þar; Auður, Hjörtur, Viktor, Fanný, Ágústa, Kristrún og Árni.




Við framleiðum kalkmálninguna okkar frá grunni og notumst við hágæða, náttúruleg innihaldsefni. Kalkmálning okkar er einstök að því leyti að hún kemur í duftformi sem gerir hann enn umhverfisvænni. Þar að auki er hún VOC frí og án skaðlegra innihaldsefna. Við leggjum áherslu á að framleiða vörurnar okkar með sjálfbærum hætti og reynum að hafa jákvæð áhrif í ákvörðunum sem við tökum til þess að lágmarka umhverfisáhrif.

Vörur Kalklita fást um allan heim, í gegnum vefverslun okkar og í verslunum dreifiaðila.